Bað um að þingmaður yrði áminntur

Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir Ómar Óskarsson

„Þegar þingmenn eru vændir um að þeir hafi eitthvað að fela og séu að hygla hagsmunum annarra en þjóðarinnar er ástæða fyrir forseta að slá í bjöllu og biðja þingmenn um að gæta orða sinna,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir á Alþingi í morgun.

Ragnheiður átti hér við ummæli Bjarkeyjar Gunnarsdóttur, þingmanns VG, þar sem hún sagðist telja ríkisstjórnina hafa hag útgerðarmanna fyrir brjósti, frekar en heimilanna í landinu. Ummælin féllu í ræðu um nýtt frumvarp til laga um veiðileyfagjald.

„Þetta er ekki boðlegt og ef það kallar ekki á bjölluhljóm er ekki mikið sem það gerir,“ sagði Ragnheiður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert