ESB telur sig þurfa frekari skýringar

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, á …
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel á dögunum. Skjáskot/EbS Channel

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins tel­ur sig þurfa frek­ari skýr­ing­ar á því hvað ís­lensk stjórn­völd hyggj­ast fyr­ir varðandi um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið, meðal ann­ars til þess að hún geti tekið ákvörðun um það hvort fela þurfi starfs­fólki sínu önn­ur verk­efni. Þetta er haft eft­ir fram­kvæmda­stjórn­inni á frétta­vefn­um Europe­an Voice í dag.

Fram kem­ur í frétt­inni að Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra hafi upp­lýst fram­kvæmda­stjórn ESB á fundi í Brus­sel á dög­un­um um að ný rík­is­stjórn ætlaði að gera hlé á viðræðunum um aðild að sam­band­inu þar til þjóðar­at­kvæðagreiðsla hefði farið fram um málið. Hins veg­ar hafi hann ekki gefið neitt upp um það hvenær slík kosn­ing færi fram eða að hverju yrði spurt.

Gunn­ar Bragi hafi upp­lýst að viðræðum bæði á tækni­legu og póli­tísku stigi máls­ins verði hætt. Stjórn­völd á Íslandi hafi enn­frem­ur upp­lýst að út­tekt verði gerð á tengsl­un­um við ESB sem lögð verði fyr­ir Alþingi í haust en ís­lensk­ir emb­ætt­is­menn hafi hins veg­ar sagt óljóst hvort bein tengsl yrðu á milli henn­ar og tíma­setn­ing­ar mögu­legs þjóðar­at­kvæðis.

Frétt Europe­an Voice

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka