ESB telur sig þurfa frekari skýringar

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, á …
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel á dögunum. Skjáskot/EbS Channel

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur sig þurfa frekari skýringar á því hvað íslensk stjórnvöld hyggjast fyrir varðandi umsókn Íslands um inngöngu í sambandið, meðal annars til þess að hún geti tekið ákvörðun um það hvort fela þurfi starfsfólki sínu önnur verkefni. Þetta er haft eftir framkvæmdastjórninni á fréttavefnum European Voice í dag.

Fram kemur í fréttinni að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hafi upplýst framkvæmdastjórn ESB á fundi í Brussel á dögunum um að ný ríkisstjórn ætlaði að gera hlé á viðræðunum um aðild að sambandinu þar til þjóðaratkvæðagreiðsla hefði farið fram um málið. Hins vegar hafi hann ekki gefið neitt upp um það hvenær slík kosning færi fram eða að hverju yrði spurt.

Gunnar Bragi hafi upplýst að viðræðum bæði á tæknilegu og pólitísku stigi málsins verði hætt. Stjórnvöld á Íslandi hafi ennfremur upplýst að úttekt verði gerð á tengslunum við ESB sem lögð verði fyrir Alþingi í haust en íslenskir embættismenn hafi hins vegar sagt óljóst hvort bein tengsl yrðu á milli hennar og tímasetningar mögulegs þjóðaratkvæðis.

Frétt European Voice

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka