Í raun verið að afnema bankaleynd

Merki Persónuverndar
Merki Persónuverndar

Hörður H. Helga­son, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, seg­ir að með frum­varpi um breyt­ingu á lög­um um Hag­stofu Íslands, þar sem Hag­stofu eru veitt­ar aukn­ar heim­ild­ir til upp­lýs­inga­öfl­un­ar um fjár­mál ein­stak­linga, sé gengið mjög nærri friðhelgi fólks. Aðspurður hvort þetta feli í sér af­nám banka­leynd­ar svaraði Hörður:

„Jú, svona eins og við höf­um þekkt hana. Með því að flytja all­ar fjár­hags­upp­lýs­ing­ar um þig og skulda­stöðu þina til Hag­stof­unn­ar, þar sem þeir geta keyrt það sam­an og búið til mód­el hvernig þú lít­ur út fjár­hags­lega þá geng­ur nærri því,“ seg­ir Hörður. „Þetta er gert án þess að það sé neitt samþykki þitt fyr­ir því.“

Hörður seg­ir stjórn Per­sónu­vernd­ar koma til með að veita um­sögn sína um frum­varpið, en hann á frek­ar von á að það verði gegn­rýnt af stofn­un­inni. „Já, ég á fast­lega von á að það verði gold­inn var­hug­ur við því sem er verið að leggja til. Við höf­um áður fjallað um tvö keim­lík frum­vörp nema þau eru miklu ít­ar­legri, og í báðum til­vik­um bent­um við á að það væri mjög langt gengið. Í þessu til­viki er vand­séð af frum­varp­inu að það þurfi að ganga jafn­langt og frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir.“

Frétt mbl.is: Langt gengið í af­námi trúnaðarskyldu

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka