Í raun verið að afnema bankaleynd

Merki Persónuverndar
Merki Persónuverndar

Hörður H. Helgason, forstjóri Persónuverndar, segir að með frumvarpi um breytingu á lögum um Hagstofu Íslands, þar sem Hagstofu eru veittar auknar heimildir til upplýsingaöflunar um fjármál einstaklinga, sé gengið mjög nærri friðhelgi fólks. Aðspurður hvort þetta feli í sér afnám bankaleyndar svaraði Hörður:

„Jú, svona eins og við höfum þekkt hana. Með því að flytja allar fjárhagsupplýsingar um þig og skuldastöðu þina til Hagstofunnar, þar sem þeir geta keyrt það saman og búið til módel hvernig þú lítur út fjárhagslega þá gengur nærri því,“ segir Hörður. „Þetta er gert án þess að það sé neitt samþykki þitt fyrir því.“

Hörður segir stjórn Persónuverndar koma til með að veita umsögn sína um frumvarpið, en hann á frekar von á að það verði gegnrýnt af stofnuninni. „Já, ég á fastlega von á að það verði goldinn varhugur við því sem er verið að leggja til. Við höfum áður fjallað um tvö keimlík frumvörp nema þau eru miklu ítarlegri, og í báðum tilvikum bentum við á að það væri mjög langt gengið. Í þessu tilviki er vandséð af frumvarpinu að það þurfi að ganga jafnlangt og frumvarpið gerir ráð fyrir.“

Frétt mbl.is: Langt gengið í afnámi trúnaðarskyldu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert