Stækkun friðlandsins verður að veruleika

Þjórsárver
Þjórsárver mbl.is/Rax

Umhverfis- og auðlindaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson mun á morgun undirrita friðlýsingarskilmála vegna friðlands í Þjórsárverum í Árnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Við sama tækifæri munu fulltrúar sveitarfélaganna undirrita yfirlýsingu um friðlýsinguna. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar.

Undanfarið hefur verið unnið að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, en verin voru fyrst friðlýst árið 1981. Markmið með stækkun friðlandsins er að tryggja víðtæka og markvissa verndun gróðurlendis, vistkerfa veranna, rústamýrarvistar, varpstöðva heiðagæsa, víðernis, sérstakrar landslagsheildar og menningarminja, auk fræðslu til almennings um verndargildi svæðisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert