Vill útskrifa stúdenta 18 ára

„Það yrði strax verulegur ávinningur ef okkur tækist að útskrifa stúdenta að jafnaði 18 ára, líkt og í flestum nágrannalöndum okkar, í stað 20 ára,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann telur að stytta eigi hvort skólastig um eitt ár, bæði grunn- og framhaldsskólastigið.

„Ég tel mikilvægt að stytta nám að háskólastigi. Við erum tilbúin að skoða alla möguleika og útfærslur á breytingum,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sem telur augljóst í sínum huga að þetta sé eitt af helstu verkefnum ríkisstjórnarinnar. Hann segir að Íslendingar taki sér lengri tíma í að klára nám að háskólastigi en önnur ríki innan OECD.

„Það er einnig sláandi að rannsóknir sýna að einungis 45% nemenda á Íslandi klára námið á fjórum árum, eða réttum tíma. Það er mun lægri prósentutala en í löndunum í kringum okkur. Vandinn er því í raun og veru stærri en margir halda því við erum almennt ekki að útskrifa stúdenta 20 ára, við útskrifum rúmlega helming þeirra eldri en 20 ára og erum því að gera þetta allt mun hægar en ásættanlegt er,“ segir Illugi en ítarlegt viðtal við Þorstein er að finna í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Mennskælingar í Tjarnarbolta
Mennskælingar í Tjarnarbolta mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert