Eðlilegt að staldra við

Hér má sjá núverandi friðlönd sunnan og vestan Hofsjökuls og …
Hér má sjá núverandi friðlönd sunnan og vestan Hofsjökuls og svo tillögu að stækkun friðlandsins um Þjórsárver. mbl.is/Elín Esther

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, seg­ir eðli­legt að staldra við og fara yfir þær at­huga­semd­ir sem borist hafa vegna fyr­ir­hugaðrar und­ir­skrift­ar friðlýs­ing­ar vegna stækk­un­ar friðlands­ins í Þjórsár­ver­um.

Ráðherra hef­ur ekki svarað ít­rekuðum sím­töl­um frá mbl.is í gær­kvöldi og morg­un en þetta kom fram í máli hans í Morg­unút­varpi Rás­ar 2.

Að sögn Sig­urðar Inga bár­ust at­huga­semd­ir frá tveim­ur sveit­ar­fé­lög­um og ein­um hags­munaaðila í gær og hann seg­ir það full­kom­lega eðli­legt að við stöldr­um við og för­um yfir at­huga­semd­ir. Ekki sé hægt fyr­ir nýj­an ráðherra að taka við máli og svo komi upp efa­semd­ir um að rétt hafi verið staðið að mál­um. Þetta kom fram í viðtali við Sig­urð Inga í Morg­unút­varpi Rás­ar 2. Hann seg­ist hins veg­ar hafa hlakkað til að fara aust­ur til að rita und­ir sam­komu­lagið en mik­il­vægt sé að vernda Þjórsár­ver.

Í gær var til­kynnt á vef um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins að und­ir­rit­un­in fari fram kl. 15 í dag  í Árnesi í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi. Þar seg­ir einnig und­an­far­in ár hafi verið unnið að stækk­un friðlands­ins í Þjórsár­ver­um í sam­ræmi við nátt­úru­verndaráætl­un 2009-2013. Svæðið var friðlýst árið 1981 og náði þá til 375 fer­kíló­metra en með stækk­un­inni yrði friðlandið alls 1.563 fer­kíló­metr­ar.

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í sam­tali við mbl.is í gær­kvöldi að hún teldi málsmeðferðina óviðun­andi og full ástæða væri til að staldra við. Hún hefði því farið fram á það við um­hverf­is- og auðlindaráðherra að hann frestaði þess­ari und­ir­rit­un.

Hún seg­ir að svo virðist sem ekki hafi verið tekið til­lit til at­huga­semda Lands­virkj­un­ar sem fyr­ir­tækið sendi Um­hverf­is­stofn­un í byrj­un apríl síðastliðins. „Um er að ræða einn stærsta hags­munaaðilann á svæðinu sem eðli­legt hefði verið sam­kvæmt lög­um að ráðfæra sig við í þessu ferli.“

„Full ástæða til að staldra við“


Sigurður Ingi Jóhannsson tók við lyklavöldunum í umhverfisráðuneyti úr hendi …
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son tók við lykla­völd­un­um í um­hverf­is­ráðuneyti úr hendi fyrr­ver­andi ráðherra, Svandís­ar Svavars­dótt­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert