Grallaraspóar á Alþingi

Sumarskapið hefur færst yfir þingheim.
Sumarskapið hefur færst yfir þingheim. Þorkell Þorkelsson

„Það gladdi óneit­an­lega grall­ara­spó­ann í sál­inni á þess­um sól­skins­degi að heyra hæst­virt­an for­sæt­is­ráðherra, þrátt fyr­ir þjóðmenn­ing­ar­leg­ar áhersl­ur, nota orðið „sound­bite“ í ræðustól,“ sagði Guðmund­ur Stein­gríms­son, þingmaður Bjart­ar framtíðar, á Alþingi í dag.

Ensku­slett­an fyrr­nefnda féll í svari Sig­mund­ar Davíðs við fyr­ir­spurn Helga Hjörv­ar um þjóðar­at­kvæðagreiðslur. „Við þekkj­um þessa leiki hátt­virts þing­manns Helga Hjörv­ar mjög vel, þetta eru til­raun­ir til að koma koma einni góðri setn­ingu, sound­bite, í fjöl­miðla,“ sagði hann.

Ein­ari K. Guðfinns­syni, for­seta Alþing­is, brá held­ur í brún þegar hann áttaði sig á að slett­an hefði fram hjá sér farið. „Það fór fram hjá for­seta að for­sæt­is­ráðherra hafi brugðið fyr­ir sig enskri tungu áðan,“ sagði Ein­ar og áréttaði jafn­framt að sam­kvæmt þing­skap­ar­lög­um væri þing­málið ís­lenska.

„Herra for­seti, okei, ég skil hvað þú ert að segja,“ svaraði Sig­mund­ur glaður í bragði og fékk um leið áminn­ingu frá for­seta þar sem hann var beðinn um að ís­lenska ávarps­orð sín í upp­hafi. „Ég fagna því að for­seti stóðst ár­vekn­i­prófið sem ég lagði fyr­ir hann, eft­ir að hann missti af því þegar ég missti úr mér orð á er­lendri tungu.“

Guðmund­ur Stein­gríms­son gerði til­raun til að halda glens­inu áfram, en komst þó ekki langt. „Beauty-ið við fjár­fest­ingaráætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar...“ Ekki komst hann lengra með ræðuna áður en for­seti Alþing­is skarst í leik­inn og bað þing­menn um að láta af kjána­gang­in­um.

„Ég aðhyll­ist reynd­ar frjáls­lynda nálg­un á mál­vernd­ar­stefnu og tel það í lagi að grípa til nýyrða og jafn­vel búa þau til í ræðustól,“ sagði Guðmund­ur að lok­um. Þess má til gam­ans geta að Guðmund­ur er með BA-próf í ís­lensku frá Há­skóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert