Segir vinnubrögðin „fúsk“

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG og fyrrverandi umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG og fyrrverandi umhverfisráðherra. mbl.is/Eggert

„Mér finnst þetta fúsk. Þetta eru vinnu­brögð sem eru fyr­ir neðan all­ar hell­ur,“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna og fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráðherra, um ákvörðun nú­ver­andi um­hverf­is­ráðherra að fresta því að und­ir­rita friðlýs­ingu vegna stækk­un­ar friðlands­ins í Þjórsár­ver­um í dag.

Til stóð að und­ir­rita friðlýs­ing­una í dag kl. kl. 15 í Árnesi, Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi. Við sama tæki­færi áttu full­trú­ar sveit­ar­fé­lag­anna að und­ir­rita yf­ir­lýs­ingu um friðlýs­ing­una.

„Þetta er dæma­laust að svona ger­ist. Það geng­ur ekki svona fram­koma gagn­vart sveita­stjórn­ar­fólki og heima­mönn­um, um­hverf­is­stofn­un og öll­um þess­um aðilum. Það er ekki lít­ill und­ir­bún­ing­ur fylg­ir því að boða til und­ir­rit­un­ar í Árnesi. Þetta er ekki eitt­hvað sem er gert á skrif­borði ráðherr­ans, sem er dag­part í viku í um­hverf­is­ráðuneyt­inu,“ seg­ir Svandís í sam­tali við mbl.is. Hún bæt­ir við að ráðherra verði að vera með hug­ann við efnið.

Í viðtali í Morg­unút­varpi Rás­ar tvö í morg­un sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son um­hverf­is­ráðherra að al­var­leg­ar at­huga­semd­ir hefðu komið fram frá tveim­ur sveita­fé­lög­um og ein­um fagaðila, og því væri rétt að staldra við og end­ur­skoða friðlýs­ingu Þjórsár­vera. Friðlýs­ing­in hefði þýtt að fyr­ir­ætlan­ir um Norðlinga­öldu­veitu væru úr sög­unni.

Svandís seg­ir að Norðlinga­öldu­veita sé í vernd­ar­flokki ramm­a­áætl­un­ar. „Þetta fólk hef­ur talað um að það sé hægt að snerta biðflokk­inn í átt til nýt­ing­ar, en það hef­ur aldrei áður verið nefnt að svæði á Íslandi, sem eru í vernd­ar­flokki, að þeim eigi að svipta í nýt­ing­ar­flokk með einu penn­astriki - hvað þá með viðtali við iðnaðarráðherra á vef­miðli,“ seg­ir Svandís.

Um­hverf­is­ráðherra fer með nátt­úru­vernd - ekki iðnaðarráðherra

Þá bend­ir Svandís á að aðdrag­andi máls­ins sé lang­ur. „Hún [til­lag­an um friðlýs­ing­una] var aug­lýst í mars og öllu sam­ráði var lokið í apríl. Þannig var það. Friðlýs­ing­ar eru á borði um­hverf­is­ráðherra og hann get­ur lokið friðlýs­ing­um á grund­velli nátt­úru­vernd­ar­laga og til viðbót­ar þá hef­ur hann umboð á grund­velli ramm­a­áætl­un­ar. Það má segja að það væri eðli­legt að hann kynnti málið í rík­is­stjórn til þess að menn kæmu ekki af fjöll­um og færu að út­tala sig í veffjöl­miðlum. Hins veg­ar er það al­veg ljóst að nátt­úru­vernd er á borði um­hverf­is­ráðherra en ekki iðnaðarráðherra,“ seg­ir Svandís.

Hún vís­ar til um­mæla sem Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lét falla í sam­tali við mbl.is í gær­kvöldi. Þar kom fram að hún teldi málsmeðferðina óviðun­andi og full ástæða væri til að staldra við. Hún hefði því farið fram á það við um­hverf­is- og auðlindaráðherra að hann frestaði þess­ari und­ir­rit­un.

Svandís seg­ist velta því fyr­ir sér hvaða sess um­hverf­is- og nátt­úr­mál skipa þegar menn um­gang­ast mála­flokk­inn með þessu hætti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert