Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi sem beint er til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um kostnað við fjölgun ráðherra um tvo.
Í fyrsta lagi spyr Steingrímur Bjarna hver sé áætlaður árlegur viðbótarkostnaður ríkissjóðs við að fjölga ráðherrum um tvo, þ.e.:
Í öðru lagi vill Steingrímur fá að vita hver sé þar með áætlaður viðbótarkostnaður á kjörtímabilinu í heild haldist skipan mála óbreytt í fjögur ár.
Loks spyr Steingrímur, hver yrði viðbótarkostnaður í heild vegna biðlauna ef stjórnarskipti yrðu á kjörtímabilinu eða í lok þess og viðkomandi ráðherrar og þeir starfsmenn sem þeir hafa ráðið sérstaklega hyrfu úr starfi og þægju biðlaun.
Ráðherrum fjölgaði úr 8 í 9 þegar ný ríkisstjórn tók við í maí.