Í ljósi góðrar stöðu Framsýnar, stéttarfélags var á aðalfundi félagsins í gær ákveðið að auka ýmis réttindi félagsmanna. Meðal annars var samþykkt að greiða fullgildum félagsmönnum sem eignast börn 100 þúsund krónur í fæðingarstyrk.
Þannig vill félagið leggja sitt af mörkum til að fjölga Þingeyingum. Fundarmenn töldu ástæðu til að klappa fyrir starfsemi og rekstri félagsins í lok fundar.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.
Á aðalfundinum, sem fram fór í gær var m.a. lögð fram ályktun um kjaramál og þess krafist að í komandi kjaraviðræðum verði lögð áhersla á að lægstu launin verði hækkuð umfram önnur laun, launajafnrétti kynjanna verði virt, vinnuvikan verði stytt og hækkanir taki mið af getu útflutningsfyrirtækjanna sem standa almennt vel um þessar mundir.
Hér má lesa nánar um ályktanir fundarins.