„Í listaheiminum þykir maður hins vegar nánast vera svikari ef maður er hægrisinnaður,“ segir Pétur Gautur listmálari í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. „Listaháskóli Íslands er þar engin undantekning. Þar eru til dæmis kennarar sem innprenta nemendum sínum hatur á Sjálfstæðisflokknum. Fyrir því hef ég fjölmargar sannanir.“
Pétur Gautur kveðst geta hugsað sér annað fyrirkomulag listamannalauna en nú tíðkast. „...ef ég fengi til dæmis styrk frá ríkinu upp á 600.000 krónur, þá léti ég verk eftir mig til Listasafns Íslands fyrir sömu upphæð. Þannig myndi listasafnið eignast málverk eftir sem flesta núlifandi og starfandi listmálara, stækka og dafna.“