Vill sérstaka umræðu um Snowden

AFP

„Hvern á að kæra fyr­ir njósn­ir: þá sem stunda víðtæk­ar njósn­ir á al­menn­ingi, ekki bara í Banda­ríkj­un­um held­ur jafn­framt um heim all­an, eða upp­ljóstr­ar­ana sem láta al­menn­ing vita sann­leik­ann?“ Svona spyr Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Pírata, vegna frétt­ar um að stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um hafi lagt fram ákæru gegn Edw­ard Snowd­en.

Snowd­en sem er fyrr­ver­andi starfsmaður banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar er ákærður fyr­ir njósn­ir, þjófnað og að hafa „mis­notað op­in­ber­ar eign­ir“. Hann upp­lýsti um stór­fellt eft­ir­lit Þjóðarör­ygg­is­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna (NSA) með síma- og net­notk­un fjölda Banda­ríkja­manna.

Þá hafa banda­rísk stjórn­völd farið fram á að yf­ir­völd í Hong Kong, þar sem hann dvel­ur, taki hann hönd­um og fram­selji til Banda­ríkj­anna. Eins og fram hef­ur komið hef­ur Snowd­en lýst áhuga á að sækja eft­ir póli­tísku hæli á Íslandi.

Birg­titta ger­ir málið að um­tals­efni á sam­fé­lagsvefn­um Face­book í dag. Þar seg­ist hún hafa óskað eft­ir sér­stök­um umræðum á Alþingi um NSA og af­hjúp­an­ir Snowd­ens. Hún von­ast til að umræðan verði sett á dag­skrá þings­ins eft­ir helg­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka