Danir vilja Ísland í ESB

Helle Thoning-Schmidt og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Helle Thoning-Schmidt og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Jens Nørgaard Larsen

„Ísland er sterkt lýðveldi og náskylt Danmörku og því hefur það alltaf verið ósk Danmerkur að Ísland gangi í ESB,“ sagði Helle Thoning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, í dag eftir fund sinn með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Þetta er fyrsta heimsókn hans til landsins sem forsætisráðherra og var Sigmundur ánægður með heimsóknina. „Við ræddum Evrópusambandið og stöðu Íslands þar,“ sagði hann. Þau ræddu meðal annars aukna áherslu á norðurslóðamál, norræna samvinnu og vest-norrænt samstarf.

Ritzau fréttastofan greinir frá. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert