Hefði sagt sig úr flokknum

Rannveig Guðmundsdóttir fyrrum ráðherra og þingmaður Samfylkingar.
Rannveig Guðmundsdóttir fyrrum ráðherra og þingmaður Samfylkingar. Brynjar Gauti

Rann­veig Guðmunds­dótt­ir fyrr­um fé­lags­málaráðherra og þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir í viðtali við bæj­ar­blaðið Kópa­vog að ef Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra hefði greitt at­kvæði með ákær­um í Lands­dóms­máli þá hefði hún sagt sig úr flokkn­um.

„Ég tók t.a.m. lands­dóms­málið mjög nærri mér á sín­um tíma og að minn flokk­ur, Sam­fylk­ing­in stæði að ákær­um. En ég segi það nú, að ef Jó­hanna Sig­urðardótt­ir formaður flokks­ins og for­sæt­is­ráðherra hefði ekki greitt at­kvæði gegn ákær­um, hefði ég farið úr flokkn­um,“ seg­ir Rann­veig í viðtal­inu en Jó­hanna greiddi at­kvæði gegn því að ákært yrði í Lands­dóms­máli sem endaði með ákæru á hend­ur Geir Haar­de fyrr­um for­sæt­is­ráðherra.

Þar seg­ir hún jafn­framt: „Það er í senn at­hygl­is­vert og al­var­legt að í dag skuli Evr­ópuráðið vera að fjalla um póli­tísk­ar ákær­ur í Evr­ópu­lönd­um og í því sam­bandi vera að skoða Ísland og Úkraínu í sama vett­vangi. Það er hræðilegt að vera sett á rann­sókn­ar­bekk með stjórn­ar­fari í Úkraínu og Íslandi,” seg­ir Rann­veig.

„Verður að hætta að búa til söku­dólga“

Í viðtal­inu kenn­ir ým­issa grasa og tel­ur hún að flokk­ur­inn geti horft með stolti á þann ár­ang­ur sem náðist í efna­hags­mál­um á síðasta kjör­tíma­bili. Marg­ir flokks­menn hafi orðið fyr­ir von­brigðum með gengið í alþing­is­kosn­ing­un­um í maí en Sam­fylk­ing­ar­fólk þurfi að hætta að leita söku­dólga.  „Það er mín staðfasta skoðun að við hefðum átt að kjósa fyrr þann formann sem myndi leiða okk­ur í kosn­ing­um. Það kom líka oft illa út að rík­is­stjórn­in var að kynna ým­is­legt og nýi formaður­inn hvergi ná­lægt. Við lær­um von­andi af því sem miður fór á þess­um árum. Það hentaði að skella skuld á okk­ar besta stjórn­mála­mann Ingi­björgu Sól­rúnu fár­veika þegar öll­um leið illa eft­ir hrunið. Það hef­ur borið á því sama gagn­vart Jó­hönnu og sum­ir vilja kenna nýj­um for­manni Árna Páli um að kosn­ing­ar unn­ust ekki. Sam­fylk­inga­fólk þarf og verður að hætta að búa til söku­dólga,“ seg­ir Rann­veig. 

Ítar­legt viðtal við Rann­veigu má finna hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert