Jólavörurnar fást í júní

Strandasýslan er sem heill heimur út af fyrir sig. Innan við þúsund manns búa í héraðinu; lengjunni sem teygir sig inn með öllum Húnaflóa. Víðar er byggðin á fallanda fæti, en fólkið unir þótt glatt við sitt. Og sumir eru meira að segja farnir að hlakka til jólanna.

Athygli tíðindamanns Mbl.is sem var á ferðinni á Ströndum um helgina vakti að jólavörurnar eru komnar í verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar. Eða kannski voru þetta bara fyrningar frá síðustu jólum? Hver veit.

Á Ströndum byggir fólk afkomu sína á þeim atvinnuháttum sem einhverjir telja til veraldar sem var. Jú, þarna róa karlarnir til fiskjar og í sveitunum eru víða allstór sauðfjárbú. Margir lifa af hlunnindum. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnuvegur, enda eru margir á ferðinni á þessum nyrstu ströndum. Sú var til dæmis raunin um síðustu helgi, en þá var taflmót í Trékyllisvík og sumstaðar sáust rútur renna í hlað með farþega í hverju einasta sæti. Ystu nes eru aðdráttarafl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert