Þjónusta þarf ferðafólk til að tryggja öryggi

Ferðamenn koma fyrr til landsins en áður.
Ferðamenn koma fyrr til landsins en áður. mbl.is/Styrmir Kári

Slysavarnafélagið Landsbjörg fer nær daglega í útköll til þess að aðstoða ferðamenn í vandræðum á hálendinu þó komið sé fram á mitt sumar. Jónas Guðmundsson fjölmiðlafulltrúi hjá Landsbjörg segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það helgist meðal annars af því hve fjallvegir eru lengi lokaðir. Hann kallar eftir aukinni þjónustu við ferðamenn samhliða betri skipulagningu á vinsælum ferðamannastöðum. Aukinn ferðamannastraumur kalli eftir breyttum aðferðum. Það megi t.a.m gera með því að opna vegi fyrr og setja reglur um ágang ferðamanna á vissum stöðum.

Ryðja hálendisvegi fyrr

„Ein af þeim hugmyndum sem við höfum sett fram er sú að Vegagerðin hugi betur að því að ryðja hálendisvegi og geri það fyrr. Meginvenjan er sú að skaflar eru látnir bráðna og vegir þorna áður en þeir eru opnaðir fyrir umferð. En hér ber að athuga að ferðamenn eru komnir til landsins fyrr en áður og því er spurning hvort það sé ekki hagkvæmara að stinga í gegnum snjóskaflana þegar þeir eru orðnir hæfilega litlir eða fáir. Láta veginn þorna svo þó að snjórinn sé kannski báðum megin við vegina,“ segir Jónas.

Hann telur að svigrúm sé til þess að gera þetta með þessum hætti þegar tekið er mið af veðrinu en gerir sér þó grein fyrir þeim aukakostnaði sem af hlytist. „Vegagerðin þyrfti því að þjónusta svæðið lengur og við teljum að með þessu væri hægt að opna vegina tveimur til þremur vikum fyrr. Það getur til að mynda sparað tugi útkalla, færri bílar skemmast og færra fólk slasast,“ segir Jónas. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert