Frítekjumark aldraðra hækkað

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti frumvarpið á fundi í …
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti frumvarpið á fundi í dag. Mbl.is/Rósa Braga

Greiðslur um 7.000 líf­eyr­isþega munu hækka, frí­tekju­mark vegna at­vinnu­tekna elli­líf­eyr­isþega hækk­ar veru­lega og líf­eyris­tekj­ur munu ekki leng­ur skerða grunn­líf­eyri, verði frum­varp Eygló­ar Harðardótt­ur, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, um af­nám ým­issa skerðinga samþykkt. Hún kynnti frum­varpið á fundi í vel­ferðarráðuneyt­inu í dag og verður það lagt fram á Alþingi síðar í dag. 

Frí­tekju­mark vegna at­vinnu­tekna elli­líf­eyr­isþega við út­reikn­ing tekju­trygg­inga hækk­ar úr 480.000 kr á ári í 1.315.000 kr á ári. Þá munu líf­eyr­is­sjóðstekj­ur ekki leng­ur skerða grunn­líf­eyri al­manna­trygg­inga. 

Frum­varpið kveður einnig á um að eft­ir­lits­heim­ild­ir Trygg­inga­stofn­un­ar verði aukn­ar og aðgang­ur stofn­un­ar­inn­ar að upp­lýs­ing­um sem tald­ar eru nauðsyn­leg­ar við ákvörðun bóta er rýmkaður. 

Verði frum­varpið að lög­um aukast fram­lög rík­is­ins til al­manna­trygg­inga um 850 millj­ón­ir króna á þessu ári og um 1,6 millj­arð árið 2014 þegar áhrif breyt­ing­anna eru kom­in fram á fullu. 

Hækk­an­ir á greiðslum til líf­eyr­isþega sam­kvæmt fram­an­töld­um breyt­ing­um taka gildi 1. júlí nk. og koma til fram­kvæmda 1. ág­úst. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka