Hefja gjaldtöku við Kerið

Upplýsingaskilti um gjaldtökuna var sett upp við Kerið í morgun.
Upplýsingaskilti um gjaldtökuna var sett upp við Kerið í morgun. mbl.is/Styrmir Kári

Ker­fé­lagið ehf. hef­ur hafið gjald­töku við Kerið í Gríms­nesi. Hver ferðamaður greiðir kr. 350,   2 evr­ur eða 3 banda­ríkja­dali. Börn tólf ára og yngri greiða ekki gjald. Ferðir hóp­ferðabíla eru leyfðar á ný en gegn gjaldi.

Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að gjaldið geri Ker­fé­lag­inu kleift að vernda viðkvæma nátt­úru svæðis­ins svo unnt sé að halda áfram að taka á móti ferðamönn­um. Að svo stöddu verður gjaldið inn­heimt af starfs­manni Ker­fé­lag­ins á staðnum en reynsl­an verður lát­in skera úr um hvers kon­ar fyr­ir­komu­lag inn­heimtu er heppi­legt til fram­búðar.

Svæðið hef­ur nú verið af­girt og merkt. Þar er kom­in upp nestisaðstaða og opnuð hef­ur verið heimsíðan, ker­id.is. Þá verður gest­um af­hent­ur upp­lýs­inga­bækling­ur um Kerið á þrem­ur tungu­mál­um.  

„Öllum er orðið ljóst af þeirri miklu umræðu sem farið hef­ur fram að und­an­förnu að óskipu­lagður aðgang­ur að fjöl­sótt­um ferðamanna­stöðum geng­ur ekki leng­ur,“ seg­ir í til­kynn­ingu Ker­fé­lags­ins. „Marg­ir ferðmannastaðir eru illa farn­ir af ágangi ferðamanna, jafn­vel svo að grípa hef­ur þurft til lok­ana.“

 Á ár­inu 2008, þegar Ker­fé­lagið lokaði fyr­ir aðgang hóp­ferða að Ker­inu, höfðu stjórn­völd uppi fyr­ir­heit um að finna með hraði lausn á þeim vanda sem við blasti á ferðmanna­stöðunum. Efnd­ir þeirra fyr­ir­heita hafa látið á sér standa í fimm ár, seg­ir í til­kynn­ingu Ker­fé­lags­ins

Að mati Ker­fé­lags­ins hafa Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar einnig reynst þess van­megn­ug að leysa vand­ann og ekki haft uppi aðrar lausn­ir en al­menna skatt­lagn­ingu.

Þeir sem njóti eiga að greiða

Ker­fé­lagið hef­ur því ákveðið að hefja gjald­töku. „Ekki dug­ar að bíða alls­herj­ar­úr­lausn­ar stjórn­valda því þrátt fyr­ir rösk­lega fram­göngu nýs ráðherra ferðamála er ljóst að niður­stöðu er ekki að vænta í bráð,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ing­unni. 

Það er skoðun Ker­fé­lags­ins að þeir sem njóti eigi að greiða. Þeirri meg­in­reglu er að sögn fé­lags­ins fylgt á ferðmanna­stöðum um all­an heim. „Mis­mun­un á grund­velli þjóðern­is mun valda flækj­um og illind­um. Á slíkt fyr­ir­komu­lag á ekki að fall­ast. Töfra­orðið Nátt­úrupassi fyr­ir allt landið, mun held­ur ekki leysa all­an vanda en slík­ir pass­ar gætu þó komið til greina á af­mörkuðum svæðum.“

Ferðamenn við Kerið.
Ferðamenn við Kerið. mbl.is/Þ​or­vald­ur Örn Krist­munds­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert