„Í bullandi vandræðum með að reka núverandi kerfi“

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Ómar

Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigðisráðherra seg­ir að ís­lenska ríkið sé í „í bullandi vand­ræðum“ með að reka nú­ver­andi heil­brigðis­kerfi. Hann vill leggja áherslu á að vinna bug á þeim vanda sem við sé að glíma í kerf­inu í dag. Þegar menn hafa náð þettu taki á því þá „tel ég að við get­um farið að hugsa al­var­lega um steypu.“

Þetta sagði ráðherra í sér­stakri umræðu á Alþingi um bygg­ingu nýs Lands­spít­ala. Guðbjart­ur Hann­es­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi vel­ferðarráðherra, spurði Kristján út í stöðu nýja spít­al­ans.

„Ástandið í heil­brigðis­kerf­inu um þess­ar mund­ir er með þeim hætti að þar er viðvar­andi halla­rekst­ur á ótal stofn­un­um. Þær hafa gengið á all­ar fyrn­ing­ar sín­ar og inn­eign­ir og við erum í bullandi vand­ræðum með að reka nú­ver­andi kerfi,“ sagði Kristján Þór.

„Mitt áherslu­mál, núm­er eitt, tvö og þrjú, er að vinna bug á þeim vanda sem við er að glíma í kerf­inu í dag. Þetta snýst um það fólk sem hvoru tveggja vinn­ur inni í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu og það fólk sem heil­brigðis­kerfið á að þjón­usta. Og fyrr en við erum kom­in með þétt tak á þessu fé­lags­lega neti, sem í heil­brigðis­kerf­inu er, þá fyrst, þegar það er fengið, tel ég að við get­um farið að hugsa al­var­lega um steypu,“ sagði ráðherr­ann.

„Ég óska þess heit­ast af öllu að þing­heim­ur all­ur standi sam­an um það verk að koma ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu á fæt­urna aft­ur, sem gef­ur okk­ur þá færi til þess að horfa með þeirri bjart­sýni og trú til nýrra tíma og gefa okk­ur færi á því að reisa heil­brigðisþjón­ust­una og end­ur­nýja húsa­kost­inn; reisa hana úr þeim rúst­um sem hún er að stefna í í dag. Hún er í fjár­hags­legu svelti. Það eru mörg verk að vinna þar,“ sagði heil­brigðisráðherra.

Vant­ar fjár­heim­ild­ir

Guðbjart­ur spurði Kristján m.a. hvort það standi til að hætta við nú­ver­andi for­val vegna útboðs á hönn­un nýrra Land­spít­ala­bygg­inga og hvort áætlan­ir liggi fyr­ir varðandi fram­hald bygg­ing­ar­inn­ar.

Kristján svaraði því neit­andi að það stæði til að hætta við for­valið og bætti við að það lægju eng­ar áætlan­ir fyr­ir um fram­hald bygg­ing­ar­inn­ar, en það teng­ist gerð fjár­laga. „Málið er í raun­inni í þeirri stöðu sem fyrr­ver­andi rík­is­stjórn markaði því,“ sagði Kristján og vísaði til þess að for­valið hafi verið aug­lýst í apríl og sá frest­ur sem hafi verið gef­inn út í tengsl­um við það verði til 18. júlí. Síðan sé frest­ur til 20. ág­úst, eða þar um bil, til að vinna úr um­sókn­um sem ber­ast. Svo sé gild­is­tími for­vals­um­sókna níu mánuðir, eða allt til loka maí 2014.

„Það hátt­ar þannig hins veg­ar til að það eru eng­ar fjár­heim­ild­ir til til þess að vinna áfram að mál­inu þegar for­vals­frest­ur­inn renn­ur út. Hvernig svo sem við horf­um til þessa verks þá þarf, með ein­um eða öðrum hætti, að taka ákvörðanir í þessu efni tengd­ar fjár­lög­um ís­lenska rík­is­ins á ár­inu 2014,“ sagði heil­brigðisráðherra.

Verk­inu mun seinka

„Ég geri ekki ráð fyr­ir því að við tök­um það mál inn í fjár­auka­lög­in á þessu ári held­ur verði að horfa til næsta árs ef að menn ætla að halda þessu fram. Þegar málið var kynnt inn í fjár­laga­nefnd í upp­hafi þessa árs þá gerðu menn ráð fyr­ir því að fram­kvæmd­ir myndu hefjast á ár­inu 2013. Og það er al­veg full­ljóst að þær muni ekki ganga upp á þessu ári og verk­inu muni því seinka,“ sagði ráðherra.

Guðbjart­ur spurði ráðherra jafn­framt út í orðalag sem komi fram í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar um vel­ferðar­mál, en þar seg­ir m.a. : „Húsa­kost­ur Land­spít­ala er óviðun­andi. Leggja þarf áherslu á viðhald og end­ur­bæt­ur á nú­ver­andi
húsa- og tækja­kosti stofn­un­ar­inn­ar þar til var­an­leg lausn fæst.“

„Má skilja það þannig að það eigi að gera hvort­tveggja; byggja nýtt hús og bæta tækja­kost­inn í nú­ver­andi bygg­ing­um sem væri hið besta mál,“ sagði Guðbjart­ur.

Í þriðja lagi spurði hann hvort það sé ekki óhjá­kvæmi­legt að byggja nýj­an Land­spít­ala til að upp­fylla ákvæði stefnu­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar þar sem seg­ir: „Íslenskt heil­brigðis­kerfi verður að vera sam­keppn­is­fært við ná­granna­lönd um tækja­kost, aðbúnað
sjúk­linga og aðstæður starfs­manna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert