ÖSE gefur kosningum toppeinkunn

mbl.is/Brynjar Gauti

Alþingiskosningarnar, sem haldnar voru 27. apríl síðastliðinn fá mjög góða umsögn í skýrslu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE).

Í skýrslunni segir að kjósendur hafi almennt séð mikið traust á hlutleysi kosningayfirvalda. Kosningarnar njóti ennfremur góðs af því að á Íslandi séu frelsi og mannréttindi í hávegum höfð. Auk þess hafi fjölmiðlar gert kosningunum góð skil, þó svo að meira hefði mátt vera af fréttaskýringum, samkvæmt því sem segir í skýrslunni. 

Skýrsluhöfundar gagnrýna það ójafnvægi sem ríkir milli atkvæða eftir kjördæmum, þrátt fyrir þær breytingar sem hafi verið gerðar frá kosningunum 2009. Stofnunin hvetur til að bætt verði út þessu ójafnvægi. Fjármál stjórnmálaflokkanna koma einnig við sögu og telja höfundar rétt að Ríkisendurskoðun fái greiðari aðgang að fjárhagsupplýsingum stjórnmálaflokkanna.

Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert