Rannsaka efri hluta vatnasviðs Skjálfandafljóts

Aldeyjarfoss.
Aldeyjarfoss. mbl.is/RAX

Hrafnabjargavirkjun hf. og Landsvirkjun hafa fengið úthlutað sameiginlegu rannsóknarleyfi frá Orkustofnun til rannsóknar á efri hluta vatnasviðs Skjálfandafljóts á virkjunarsvæðum sem hafa verið kennt við Hrafnabjörg og Fljótshnjúk. Rannsóknarleyfið gildir til ársloka 2017.

Þetta kemur fram á vef Landsvirkjunar. Þar segir, að sem stendur séu virkjunarkostir á vatnasvæði Skjálfandafljóts í biðflokki samkvæmt rammaáætlun þar sem ekki liggi fyrir nægileg gögn og rannsóknir á svæðinu.

Markmið rannsóknanna sé að meta hagkvæmni og leggja fram tillögur að mögulegum virkjunarkostum á vatnasviðinu. Nýjar útfærslur á virkjunarkostum verði lagðir fram við endurskoðun rammaáætlunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert