„Þetta eru mikil vonbrigði“

Guðmundur Magnússon
Guðmundur Magnússon Ómar Óskarsson

„Þetta eru mik­il von­brigði,“ seg­ir Guðmund­ur Magnús­son, formaður Öryrkja­banda­lags Íslands, um frum­varp Eygló­ar Harðardótt­ur, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, sem kynnt var í dag. Frum­varp­inu er ætlað að aft­ur­kalla ýms­ar skerðing­ar sem urðu á kjör­um aldraðra og ör­yrkja sem komu til vegna breyt­inga á lög­um um al­manna­trygg­inga árið 2009.

„Þeir velja það af skerðing­un­um frá 2009 sem kosta minnst,“ sagði Guðmund­ur í sam­tali við mbl.is. „Þetta kem­ur sér vel fyr­ir ein­hverja en það er bara allt of lít­ill hóp­ur af okk­ar fólki sem nýt­ur þess­ara breyt­inga.“

Guðmund­ur seg­ist harma að ekki hafi verið staðið við kosn­ingalof­orð og seg­ir bæði Sjálf­stæðis­flokk­inn og Fram­sókn­ar­flokk­inn hafa lofað að leiðrétta skerðing­ar aldraðra og ör­yrkja strax. „Þetta eru ekki út­gerðar­menn og stór­eign­ar­fólk og því var kannski við því að bú­ast að við fáum svona fljótt lag­fær­ing­ar og aðrir,“ seg­ir hann. „Ég hefði viljað sjá að þeir ætluðu sér að hækka bæt­urn­ar þannig að fólk gæti mögu­lega lifað af.“

Frétt mbl.is: „Skýr skila­boð til aldraðra“

Frétt mbl.is: Frí­tekju­mark aldraðra hækkað

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert