Íbúðalánasjóður varar við því, í umsögn sinni um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna, að verðtrygging á húsnæðislánum verði afnumin.
Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir að verði eingöngu boðið upp á óverðtryggð húsnæðislán muni þeim sem hafa ekki efni á að kaupa sér þak yfir höfuðið fjölga umtalsvert vegna hærri greiðslubyrði óverðtryggðra lána.