Ísland aftarlega í mannréttindum fatlaðra

Freyja Haraldsdóttir sótti námskeið um fötlunarlöggjöf í heiminum.
Freyja Haraldsdóttir sótti námskeið um fötlunarlöggjöf í heiminum. Morgunblaðið/Ernir

„Það sem sló okk­ur mest var að þegar við sát­um á nám­skeiðinu og hl­ustuðum á frá­sagn­ir um stöðu fatlaðs fólks frá ólík­um lönd­um, þá sam­sömuðum við okk­ur stund­um við þró­un­ar­lönd. Margt er líkt með bar­átt­unni á Íslandi og í Jap­an, Víet­nam og Afr­íku,“ seg­ir Freyja Har­alds­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri NPA miðstöðvar­inn­ar sem sótti nám­skeið á Írlandi á dög­un­um um fötl­un­ar­lög­gjöf í heim­in­um.

Ísland hef­ur ekki full­gilt samn­ing SÞ um rétt­indi fatlaðs fólks

„Það sem er líkt með þess­um lönd­um er að það er lítið sam­ráð við fatlað fólk, það hef­ur litla rödd í sam­fé­lag­inu og þarf að berj­ast mjög mikið fyr­ir því að kom­ast að borðinu þar sem verið er að taka ákv­arðanir,“ seg­ir Freyja, en á nám­skeiðinu sem haldið var á veg­um lög­fræðideild­ar­inn­ar í há­skól­an­um í Galway var lögð rík áhersla á samn­ing Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks.

Samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður af Sam­einuðu þjóðunum árið 2006, ári seinna und­ir­ritaði Ísland samn­ing­inn, en hef­ur ekki enn full­gilt hann. „Nú eru kom­in sex ár síðan að hann var und­ir­ritaður án þess að vera full­gilt­ur. Við erum meðal fárra landa í Evr­ópu og öðrum lönd­um í kring­um okk­ur sem hafa ekki full­gilt samn­ing­inn og í mörg­um ná­granna­lönd­um okk­ar er ferlið um að inn­leiða samn­ing­inn komið mun lengra en hér á landi,“ seg­ir Freyja.

Nám­skeiðið fjallaði aðallega um tvær grein­ar samn­ings­ins. Ann­ar­s­veg­ar 19.gr sem fjall­ar um sjálf­stætt líf og rétt fatlaðs fólks að lifa í sam­fé­lagi án aðgrein­ing­ar og hins­veg­ar 12.gr sem er um rétt­inn til sjálfs­ákvörðunar. „Þá var einnig mikið fjallað um inn­leiðingu samn­ings­ins og stöðuna í þeim efn­um í heim­in­um. Þarna flutti er­indi lög­fræðing­ar, fræðafólk og bar­áttu­fólk frá öll­um heim­in­um.“ Meðal ann­ars flutti Rann­veig Trausta­dótt­ir, pró­fess­or í fötl­un­ar­fræðum, er­indi um stöðu fatlaðs fólks á Norður­lönd­un­um og Freyja Har­alds­dótt­ir og Embla Ag­ústs­dótt­ir fluttu er­indi um stöðu not­end­a­stýrðar per­sónu­legr­ar aðstoðar á Íslandi.

Vant­ar meira sam­starf við fatlað fólk

„Okk­ar upp­lif­un var sú að enn sé margt frum­stætt á Íslandi varðandi inn­leiðingu samn­ings­ins og rétt­ar­stöðu fatlaðs fólks miðað við önn­ur lönd. Hér á Íslandi var gerð skýrsla um það hverju þurfti að breyta í lög­um svo þau myndu ekki stang­ast á við samn­ing­inn, en síðan hef­ur ekki verið gert neitt meira,“ seg­ir Freyja sem kall­ar eft­ir skýr­ari stefnu í þess­um mál­um. 

„Hér er lítið sem ekk­ert sam­ráð við fatlað fólk sam­an­borið við Norður­lönd­in. Þetta er verk­efni inn­an­rík­is- og vel­ferðarráðuneyt­is­ins en þarf einnig að vera gert í miklu sam­starfi við fatlað fólk. Það er einnig part­ur af samn­ingn­um að það eigi ekki að taka ákv­arðanir um líf hóps af fólki án þess að hann taki þátt í því að ein­hverju leyti sjálf­ur,“ seg­ir Freyja og nefn­ir því til stuðnings að ný­lega hafi verið skipuð nefnd um samn­ing­inn þar sem sæti áttu full­trú­ar hags­muna­sam­taka. En ekki voru skipaðar fatlaðar mann­eskj­ur í nefnd­ina og sam­tök sem rek­in eru af fötluðu fólki var ekki boðið sæti í nefnd­ina. „Þarna vant­ar að ein­hver fötluð mann­eskja fái sæti við borðið.“

„Það er í raun­inni litið svo á hér á Íslandi að við séum ekki sér­fræðing­ar í eig­in lífi, held­ur séu aðrir bet­ur til þess falln­ir að móta sam­fé­lagið fyr­ir okk­ur. Það er í al­gjörri mót­sögn við samn­ing­inn sem slík­an.“

Við þurf­um að virkja fatlað fólk

Freyja seg­ir það hafa verið virki­lega hvetj­andi að fara á nám­skeið líkt og þetta og hitta annað fólk sem stend­ur í sömu bar­áttu. „Það minn­ir okk­ur á það sem við þurf­um að vinna í og gera bet­ur. Þá lær­um við einnig margt af öðrum,“ seg­ir Freyja og bæt­ir við að þau þurfi að minna sig reglu­lega á það að það geri þetta eng­inn fyr­ir þau.

„Það er eins í lönd­un­um í kring­um okk­ur, það gef­ur þér eng­in rétt­indi held­ur þarftu að beita þér fyr­ir því að fá þau. Við feng­um tals­verðan inn­blást­ur hvað það varðar, að efla hér á landi sam­stöðu fatlaðs fólks til að þrýsta á stjórn­völd og veita þeim meira aðhald.“

Þá tel­ur Freyja eft­ir nám­skeiðið að td. í Banda­ríkj­un­um, Svíþjóð og Bretlandi séu öfl­ugri bar­áttu­hóp­ar og fatlað fólk láti frek­ar í sér heyra. „Ótti fatlaðs fólks hér á landi við að láta í sér heyra er mik­ill. Það er oft hrætt um að það bitni á þeim, t.d. með lé­legri þjón­ustu eða dóna­legra viðmóti hjá fólk­inu sem veit­ir þjón­ust­una.“

„Ég vil sjá aðgerðaráætl­un“

Aðspurð hvernig hún vilji að stjórn­völd beiti sér í því að full­gilda samn­ing Sam­einuðu þjóðanna seg­ir Freyja að margt þurfi að gera þar sem þetta sé svo skammt á veg komið. „Ég vil sjá aðgerðaráætl­un um hvernig eigi að full­gilda samn­ing­inn og hvaða aðgerðir þurfi að fara í til að full­nægja ákvæðum hans. Þá þarf að ákveða með hvaða leiðum eigi að tryggja það að fatlað fólk hafi full­an aðgang að þessu ferli og það sé leitað til okk­ar, því það erum við sem þurf­um að lifa með ákvörðunum sem stjórn­völd taka um okk­ar líf. Við get­um lært margt af lönd­un­um í kring­um okk­ur sem standa bet­ur að vígi í þess­um mál­um, þar sem sett­ar voru tíma­sett­ar- eða kostnaðaráætlan­ir um full­gild­ing­una.“

Frá ráðstefnunni. Freyja Haraldsdóttir ásamt Máire Whelan, ríkislögmanni Írlands.
Frá ráðstefn­unni. Freyja Har­alds­dótt­ir ásamt Máire Whel­an, rík­is­lög­manni Írlands.
Embla Agústsdóttir er lengst til vinstri á myndinni. Hún sótti …
Embla Ag­ústs­dótt­ir er lengst til vinstri á mynd­inni. Hún sótti nám­skeiðið ásamt Freyju Har­alds­dótt­ur.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert