Batnandi orðspor íslensks makríls

Vænn makríll.
Vænn makríll. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Orðspor ís­lensks mak­ríls hef­ur farið mjög batn­andi, fryst­ur ís­lensk­ur mak­ríll er að verða gjald­geng­ur á öll­um mörkuðum og nýir markaðir í sjón­máli um þess­ar mund­ir. Síld­ar- og mak­ríl­vertíðin fer nú að hefjast fyr­ir al­vöru.

Á vefsvæði Síld­ar­vinnsl­unn­ar er fjallað um markaðshorf­ur. Þar seg­ir að horf­ur á helstu mörkuðum fyr­ir fryst­an mak­ríl séu til­tölu­lega góðar. Mik­il­væg­ustu markaðirn­ir fyr­ir fryst­an mak­ríl hafa verið Aust­ur-Evr­ópa og Afr­íka. Í Aust­ur-Evr­ópu eru litl­ar birgðir til staðar og tölu­verð eft­ir­spurn og út­litið þar því býsna gott. Í Afr­íku er út­litið svipað og í fyrra og því góðar horf­ur á sölu þangað.

„Staðreynd­in er sú að orðspor ís­lensks mak­ríls hef­ur farið mjög batn­andi. Meðhöndl­un á hrá­efn­inu hef­ur breyst mikið til batnaðar og markaðsþekk­ing að verða betri þannig að Íslend­ing­ar geta í sí­aukn­um mæli boðið góða vöru á hverj­um markaði fyr­ir sig. Segja má að fryst­ur ís­lensk­ur mak­ríll sé að verða gjald­geng­ur á öll­um mörkuðum og reynd­ar eru nýir markaðir í sjón­máli um þess­ar mund­ir,“ seg­ir á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Hins veg­ar gegn­ir öðru máli um síld­ina. „Verð á frystri síld hef­ur verið hátt á mörkuðum upp á síðkastið en flest bend­ir til að það muni nú lækka veru­lega. Mikl­ar síld­ar­birgðir eru fyr­ir­liggj­andi í Nor­egi og hef­ur það eðli­lega áhrif á markaðsverðið. Ann­ars er ekki mik­ill sölu­tími síld­ar­af­urða um þetta leyti árs og því eiga mál­in hvað síld­ina varðar eft­ir að skýr­ast á næst­unni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert