Drómi tekur til baka endurútreikning

Umboðsmaður skuldara.
Umboðsmaður skuldara. Morgunblaðið/Eggert

Drómi hyggst taka til baka endurútreikning á 160 lánum sem áður voru lækkuð vegna lagasetningar á Alþingi 2010. Lántakendur mega búast við kröfum um greiðslu á næstunni en heildarfjárhæð nemur 1,5 milljarði króna. Umboðsmaður skuldara segir þetta algjörlega óásættanlegt.

Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, sagði í samtali við fréttastofuna að Drómi væri að beita fyrir sig einstaklingum og fjölskyldum í deilu sinni við ríkið. Drómi ætti að einbeita sér að því að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu í stað þess að gera kröfur á lántakendur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert