Engar athugasemdir vegna eftirfarar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerir ekki athugasemdir við framgöngu lögreglumanna þegar tveimur stúlkum á léttu bifhjóli var veitt eftirför og akstur þeirra stöðvaður. Lögreglan vísar að öðru leyti í fyrri tilkynningu en þar segir meðal annars að þegar ökumaður á númerslausu bifhjóli sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og farþegi á hjólinu losað sig við tösku sína hafi nærstaddar lögreglubifreiðar verið kallaðar til í þeim tilgangi að stöðva akstur hjólsins, meðal annars með því að leggja bifreiðum þannig að erfitt yrði að komast framhjá þeim.

Nokkur umræða hefur verið í samfélaginu, meðal annars á samskiptavefjum á borð við Facebook, um hvort lögregla hafi farið offari við að stöðva akstur stúlknanna og sitt sýnist hverjum. Móðir annarrar stúlkunnar telur að svo hafi verið og greindi frá því í viðtali við dv.is að þetta hafi aðeins verið hrædd börn sem lögregla hafi handjárnað.

Stúlkurnar, sem báðar eru 13 ára gamlar, voru ekki undir áhrifum vímuefna þegar þær náðust. Barnaverndaryfirvöld hafa verið látin vita af málinu eins og lög boða við þessar aðstæður.

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, vildi ekki tjá sig sérstaklega um vinnubrögð lögreglu en sagði að brýnt væri að gæta sérstakrar varkárni þegar börn eru til skoðunar.

Frétt mbl.is: Börn veittust að lögreglu

Frétt mbl.is: Réttindalausar féllu af bifhjóli

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert