Hægt að leika sér í hrikalegu landslagi

Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku snýst um þá hlið ferðmennskunnar sem er …
Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku snýst um þá hlið ferðmennskunnar sem er líkamlega krefjandi og ævintýraleg, líkt og fljótasigling, sjókajakróður, ísklifur og fjallamennsku svo fátt eitt sé nefnt.

„Ævin­týra­ferðamennska er far­in að sækja gríðarlega í sig veðrið. Eins og umræðan hef­ur verið und­an­farið um ör­ygg­is- og um­hverf­is­mál í ferðamennsku þá öskr­ar iðnaður­inn eft­ir meiri mennt­un leiðsögu­manna. Auk­in krafa er um fag­mennsku allra þeirra sem taka á móti ferðafólki,“ seg­ir Ragn­ar Þór Þrast­ar­son, verk­efna­stjóri nýs leiðasög­u­náms í æv­in­týra­ferðamennsku sem hefst í haust í Keili.  

Leiðsög­u­námið er í sam­starfi kanadíska há­skól­ann, Thomp­son Ri­vers Uni­versity (TRU) og sem hef­ur verið leiðandi í leiðsög­u­námi í æv­in­týra­ferðamennsku um ára­bil. Íþrótta­aka­demía Keil­is sér um að fram­kvæma kennsl­una en náms­fyr­ir­komu­lagið og kennslu­efnið er al­farið komið frá TRU. Námið er diplóma­nám og fer fram á ensku. Sjá nán­ar á heimasíðu Keil­is.  

Námið snýst um þá hlið ferðmennsk­unn­ar sem er lík­am­lega krefj­andi og æv­in­týra­leg, líkt og flúðasigl­ing­ar, sjókaj­akróður, ísklif­ur og fjalla­mennsku svo fátt eitt sé nefnt. 

Mennt­un­in fækk­ar óhöpp­um 

„Þeir sem koma nýir inn með þessa mennt­un koma með betri grunn en þeir sem hafa jafn­vel gert þetta í tutt­ugu ár og þurft að reka sig á alls kyns veggi og jafn­vel lent í óhöpp­um. Við kom­um í veg fyr­ir það með þess­ari mennt­un þar sem nem­end­ur ganga út með reynslu án þess að koma sér í vand­ræði,“ seg­ir Ragn­ar Þór Þrast­ar­son sem út­skrifaðist sem leiðsögumaður í æv­in­týra­ferðamennsku frá Thomp­son Ri­vers Uni­versity og verður jafn­framt einn af kenn­ur­um í nám­inu.  

„Ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki í þess­um geira eru mjög ánægð með fram­takið. Þau eru raun­ar hissa á því að þetta hafi ekki verið gert fyrr vegna þess að hingað til hef­ur þjálf­un leiðsögu­manna verið inn­an fyr­ir­tækj­anna. Auðvitað eiga mennta­stofn­an­ir að sjá um grunnþjálf­un og síðan tek­ur starfs­mannaþjálf­un hjá fyr­ir­tækj­um við. Fyr­ir­tæk­in eiga ekki að þurfa að standa straum að kostnaðinum frá a til z.“

Nám­skeiðin sem nem­end­ur taka í nám­inu eru margþætt m.a. göngu­leiðsögn, skriðjökla­leiðsögn, straum­vatns­björg­un, þver­un straum­vatna og sér­hæfð skyndi­hjálp. Í bók­lega hluta náms­ins er farið yfir fræðin á bak við leiðtoga­hátt, heim­speki­leg og laga­leg sjón­ar­horn, hver staða leiðsögu­manns inn­an hóps­ins er, svo fátt eitt sé nefnt.

Lands­lag Íslands býður upp á æv­in­týra­ferðamennsku 

„Þetta er það sem Ísland ætti að horfa meira til því við erum með lands­lagið fyr­ir svona ferðamennsku, jökla, ár og hrika­legt lands­lag sem hægt er að leika sér í. Þetta er dýr­ari ferðamennska ef við erum að tala um heild­ina,“ seg­ir Arn­ar Haf­steins­son formaður íþrótta­deild­ar Keil­is. Mark­miðið er að fá einnig er­lenda stúd­enta í námið.  

„Nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­miðin eru gríðarlega mik­il í þessu. Leiðsögu­menn­irn­ir eru meðvitaðir um nátt­úr­una því þetta er þeirra vinnustaður. Þessi bransi á heimsvísu er gríðarlega verðmæt­ur og Íslend­ing­ar ættu að taka meira til sín á þessu sviði.“

Kynn­ing­ar­fund­ur um nýtt leiðsög­u­nám í æv­in­týra­ferðamennsku (Advent­ure Sport Certifica­te) verður hald­inn á þriðju hæð í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laug­ar­dal fimmtu­dag­inn 27. júní kl. 19:00.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert