Óvíst hvort námslán verði að styrk

Lánasjóður íslenskra námsmanna.
Lánasjóður íslenskra námsmanna. Árni Sæberg

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort áfram verði stefnt að því að breyta hluta námslána í styrk líkt og fyrirætlanir fyrri ráðherra voru um. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra segir að málið verði skoðað vel en staða ríkisfjármála ráði því hvort rúm verði til slíkra breytinga.

Á síðasta þingi mælti Katrín Jakobsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, fyrir frumvarpi um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem kvað meðal annars á um að fjórðungur námslána gæti breyst í styrk hjá þeim sem lykju námi á tilskildum tíma. Áætlað var að frumvarpið yki kostnað ríkisins um rúma tvo milljarða króna á ári.

Sigríður Hallgrímsdóttir aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar segir óvíst hvort hægt verði koma til móts við námsmenn með þessum hætti. „Auðvitað verður það skoðað mjög vel. En staða ríkisfjármála setur okkur vissulega þröngar skorður, því er ekki að neita,“ segir Sigríður.

  

Sigríður Hallgrímsdóttir
Sigríður Hallgrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert