Rafmagnshjólin umdeild á stígunum

Umferðarstofu hefur borist fjöldi kvartana vegna rafmagnshjóla á göngustígum borgarinnar og þá virðist sem fjölgun þeirra hafi orðið til þess að skapa grátt svæði hjá einhverjum því í kjölfarið hefur borið á léttum bifhjólum og skráningarskyldum hjólum á gangstígunum.

Þóra Magnea Magnúsdóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá Umferðarstofu, segir að þangað hafi borist fjöldi kvartana í byrjun sumars en bendir jafnframt á að létt rafmagnshjól sem séu rétt notuð séu að mörgu leyti skynsamlegur og góður ferðamáti.

Hér má sjá leiðbeiningar Umferðarstofu um notkun rafmagnshjóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert