Stór dagur fyrir samkynhneigða

Anna Pála Sverrisdóttir er formaður Samtakanna 78
Anna Pála Sverrisdóttir er formaður Samtakanna 78

„Þetta er stór dagur vegna þess að hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hér með sagt að löggjöf sem á einhvern hátt gefur hjónaböndum hinsegin fólks minna vægi en öðrum, gangi gegn stjórnarskránni,“ sagði Anna Pála Sverrisdóttir formaður Samtaka '78.

„Þetta hefur mikla þýðingu fyrir daglegt líf fólks og fjárhagslega aðstöðu þess,“ segir hún. Anna Pála bendir hins vegar á að Hæstiréttur hafi ekki sagt af eða á um hjónabönd hinsegin fólks almennt.

Kalifornía 13 ríkið til að heimila samkynhneigð hjónabönd

Hæstiréttur Bandríkjanna tók einnig þá ákvörðun um að fella úr gildi bann, sem var við lýði, um hjónabönd samkynhneigðra í Kaliforníu. 

„Það er frábært. Það tókst á tæknilegum forsendum,“ segir Anna Pála og bendir á að ekki sami meirihluti hafi staðið á bak við að fella það bann úr gildi og sá meirihluti sem komst að því að DOMA-lögin svokölluð væru brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna.  

„Það er mikilvægt að nú er tryggt að hinsegin fólk geti gifti sig í Kaliforníu, fjölmennasta ríki Bandaríkjanna. Þar með er það orðið 13 ríkið sem leyfir slíkt hjónaband. Ég vil minna á að 37 ríki eru enn eftir og þá búa 30% Bandaríkjamanna við lagalegt jafnrétti sem varða hjónaband hinsegin fólks.“

„Nú þarf að gæta þess vel að byggja á þessum sigri og baráttan tekin lengra. Það þarf að passa að þessi áfangasigur verði ekki vatn á myllu andstæðinga hjónabanda hinsegin fólks.“

 Frétt mbl.is: Bandaríkin heimila hjónaband samkynhneigðra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert