Veiðigjaldsundirskrift fölsuð

Hér sést nafn Geirs F Zoega á undirskriftarlistanum.
Hér sést nafn Geirs F Zoega á undirskriftarlistanum. Skjáskot af petitions24.com.

„Mér var bent á þetta af félaga mínum sem spurði mig hvað í ósköpunum ég væri að gera á þessum lista,“ segir Geir Fannar Zoëga skipstjóri, en nafn hans var skráð á undirskriftalistann „Óbreytt veiðigjald“ án hans vitneskju. Skrifað hafi verið undir með réttu nafni, bæjarfélagi og afmælisdegi sem öll eru sýnileg á Facebook, en síðustu fjórir stafir kennitölunnar hafi verið rangir. Geir segist ekki vita hverjir hafi staðið á bak við það að nafn hans hafi komist á listann, en það hafi eflaust verið gert af mönnum sem vissu að hann væri fylgjandi lækkun veiðigjaldsins. Hann segist hafa fundið fjölmörg dæmi þess að skrifað hafi verið undir af augljóslega tilbúnum persónum, en meðal undirskrifenda eru Barack Obama Bandaríkjaforseti og fyrrum klámmyndaleikkonan Jenna Jameson.

„Menn geta haft samband við okkur ef svona ber við og við fjarlægjum þá nafnið af listanum,“ segir Ísak Jónsson, annar af aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar. Hann segir kerfið sem notast sé við ekki bjóða upp á að kennitala sé nauðsynleg en til standi að keyra listann saman við Þjóðskrá og gera ítarlegar stikkprufur til að staðreyna að undirskriftirnar séu raunverulegar og settar fram af heilum hug.

Ótrúlegasta fólk setur sig upp á móti lækkun veiðigjaldsins, svo …
Ótrúlegasta fólk setur sig upp á móti lækkun veiðigjaldsins, svo sem undirskrifandi númer 31735. Skjáskot af petitions24.com.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert