Flöt lækkun lána ekki ráðleg

mbl.is/Rósa Braga

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in (OECD) tel­ur þá flötu lækk­un lána sem boðuð hef­ur verið ekki ráðlega og tek­ur und­ir þá gagn­rýni Seðlabank­ans að slík lækk­un myndi að mestu nýt­ast þeim sem ekki ættu í erfiðleik­um með af­borg­an­ir. Stofn­un­in sagði það mun ár­ang­urs­rík­ara að tak­marka lækk­an­ir við þau heim­ili sem ættu erfitt með að standa í skil­um.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu nú í morg­un þar sem kynnt var ný skýrsla stofn­un­ar­inn­ar um efna­hags­mál á Íslandi, en slík­ar skýrsl­ur eru gefn­ar út á tveggja ára fresti.

Stofn­un­in tel­ur held­ur ekki ráðlegt að gera af­borg­an­ir af hús­næðislán­um frá­drátt­ar­bær­ar frá skatti. Benti Dav­id Carey, hag­fræðing­ur OECD á slæma reynslu landa á borð við Hol­land af slíku fyr­ir­komu­lagi og sagði mörg þeirra landa sem stuðst hefðu við slíkt kerfi hafa af­numið það. Hann nefndi til dæm­is að fyr­ir­komu­lagið í Hollandi skerti tekju­skatt­stofn rík­is­ins um þriðjung og hvetti til þess að heim­il­in greiddu síður niður lán sín og fjár­festu þess í stað, sem leiddi til auk­inn­ar áhættu fyr­ir heim­il­in í land­inu.

Þess í stað lagði stofn­un­in til hús­næðistengd fjár­fram­lög rík­is­ins til þeirra sem ættu erfitt með að standa und­ir hús­næðis­kostnaði og greina þannig ekki á milli þeirra sem keyptu eða leigðu hús­næði.

Helstu niður­stöður skýrsl­unn­ar má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka