Íslendingar í torfbæjum í 1000 ár

Hjörleifur Stefánsson afhendi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, fyrsta einstak af …
Hjörleifur Stefánsson afhendi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, fyrsta einstak af bók sinni „Af jörðu - íslensk torfhús“. Mbl.is/Ómar

„Í bókinni fjalla ég um torfhúsamenningu Íslendinga frá ótal sjónarhornum,“ segir Hjörleifur Stefánsson, en hann afhendi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, fyrsta einstak af bók sinni „Af jörðu - íslensk torfhús“.

Hjörleifur tekur fram að Íslendingar hafi búið í torfhúsum í þúsund ár af þeim 1100 árum sem byggð hefur verið hér á landi. Í bókinni fjallar hann um þau torfhús sem eru standa enn í dag og um byggingaraðferð þeirra. Þá setur hann aðferðirnar í samhengi við nágrannalönd. 

„Í bókinni lýsi ég einnig yfir þeirri von að við nútímabyggingar takist okkur betur að laga þær að umhverfinu og að torfhúsin geti verið fyrirmynd þeirra,“ sagði Hjörleifur í samtali við mbl.is. 

Verkið er á fjórða hundrað síður og má þar finna rúmlega 400 myndir og teikningar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert