Lundaveiðar leyfðar í sumar

Heim­ilt verður að veiða lunda í Vest­manna­eyj­um í sum­ar frá 19. júlí til 31. júlí. Þetta var ákveðið á fundi bæj­ar­ráðs Vest­manna­eyja í gær. Á fund­inn komu full­trú­ar bjarg­veiðimanna og gerðu grein fyr­ir af­stöðu sinni til veiða og gjald­heimtu. Mat þeirra var að heim­ila ætti ein­hverja opn­un á veiðum og treysta veiðimönn­um til að meta ástandið.

Bjarg­veiðimenn­irn­ir sögðust byggja mat sitt á ár­hundraða reynslu af nýt­ingu bjarg­fugla og vissu­lega hefði orðið for­sendu­brest­ur í viðkomu lund­ans vegna æt­is­skorts. Engu að síður töldu þeir óhætt að heim­ila tak­markaða veiði og þá ekki síst til að viðhalda verklagi, menn­ingu og hefðum sem hvíla á ár­hundraða sögu.

Bæj­ar­ráð deil­ir áhyggj­um með bjarg­veiðimönn­um og tek­ur sér­stak­lega und­ir áhyggj­ur þeirra af því sem snýr að mik­il­vægi þess viðhalda menn­ingu og hefðum svo fremi sem lund­inn njóti ætíð vaf­ans. Með slíkt í huga heim­il­ar bæj­aráð veiðina. Að þeim tíma liðnum verður óskað eft­ir upp­lýs­ing­um frá bjarg­veiðimönn­um, staðan met­in á ný og þá tek­in ákvörðun hvort heim­ila skuli veiði dag­ana frá 6. til 13. ág­úst.

Gjald­heimta fyr­ir árið mun verða í sam­ræmi við það sem verið hef­ur á sein­ustu árum þar sem gjald velt­ur fyrst og fremst á þeim daga­fjölda sem veiðar verði heim­il­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert