Föður mismunað í Landsbankanum

Landsbankinn krefur mann um faðernisvottorð, en móðirin þurfti ekki að …
Landsbankinn krefur mann um faðernisvottorð, en móðirin þurfti ekki að sýna nein gögn. Kristinn Ingvarsson

„Ég sem faðir og for­sjáraðili dótt­ur minn­ar á ekki að þurfa leggja fram ein­hver önn­ur gögn held­ur en móðir henn­ar,“ seg­ir maður sem komst að því ný­lega að hann væri ekki prókúru­hafi af reikn­ingi fjór­tán ára dótt­ur sinn­ar í Lands­bank­an­um. Hann og móðir stelp­unn­ar fara með sam­eig­in­legt fullt for­ræði og á milli þeirra eru mjög gott sam­band.

Maður­inn var kraf­inn um faðern­is­vott­orð frá sýslu­manni sem og vott­orð um að hann fari með for­ræði dótt­ur sinn­ar svo hann gæti fengið prókúru aft­ur, móðirin þurfti ekki að sýna fram á móðerni sitt með sama hætti. Maður­inn seg­ir þetta bæði niður­lægj­andi og móðgandi, en hann hef­ur rætt við lög­fræðinga sem segja málið frá­leitt.

„Ég var með prókúru hjá börn­un­um mín­um og skildi því ekk­ert í því þegar mér var sagt annað. Ég fæ þau svör að þegar við slit­um sam­vist­um þá hafi það gerst að ég hafi ekki verið leng­ur prókúru­hafi, ég bið bank­ann um að leiðrétta það en þá seg­ir bank­inn mér að þó ég hafi fullt for­ræði yfir dótt­ur minni til jafns við móður­ina, skipti það engu máli þar sem dótt­ir mín hef­ur lög­heim­ili hjá móður sinni,“ seg­ir maður­inn og benti hann bank­an­um á að eng­inn gæti haft lög­heim­ili á tveim­ur stöðum. Þá hef­ur móðirin einnig staðfest sam­eig­in­lega for­ræðið við bank­ann, en bank­inn læt­ur það ekki duga.

Mis­jafnt viðmót banka­starfs­manna

„Ég ætla ekki að leggja fram þessi gögn nema hver ein­asti viðskipta­vin­ur bank­ans verði kraf­inn um sömu gögn. Það er ekki hægt að mis­muna viðskipta­vin­um eft­ir því hvort þeir eru karl­menn eða kven­menn. Eitt verður að ganga yfir alla,“ seg­ir maður­inn sem seg­ist hafa fengið ým­is­kon­ar mót­tök­ur í bank­an­um. „Ein kon­an sagði að þetta væri nöld­ur í körl­um, allt það sam­tal ein­kennd­ist af karlh­atri. Síðar ræddi ég við mann sem tók mér mjög vel og tók und­ir með mér að þetta væri niður­lægj­andi og ætti ekki að viðgang­ast.“

Maður­inn seg­ist vera langþreytt­ur á svona viðmóti, ein­ung­is því hann er faðir­inn en ekki móðirin. „Ég hef mætt svona viðmóti áður í grunn­skóla dótt­ur minn­ar. Þar kom upp hegðun­ar­vanda­mál og ég kom til að ræða við skóla­stjór­ann. Hún sagði við mig að sér þætti þægi­legra að eiga sam­skipti við mæðurn­ar um svona mál og vildi helst ekki ræða það við mig, það skipti hana engu þó við vær­um með sam­eig­in­legt fullt for­ræði yfir dótt­ur okk­ar.“

Maður­inn bíður eft­ir svör­um frá bank­an­um og hef­ur ít­rekað að ekki megi mis­muna þegn­um á grund­velli kyn­ferðis skv. stjórn­ar­skrá eins og hann tel­ur hafa verið gert í þessu til­viki.

„Af­hverju þarf ég ekki að koma með vott­orð?“

Fyrr­ver­andi eig­in­kona manns­ins og móðir stelp­unn­ar tek­ur und­ir með hon­um. „Við vor­um sam­an þegar barnið fædd­ist og þegar reikn­ing­ar dótt­ur okk­ar voru stofnaðir. Þá vor­um við bæði með prókúru og það átti aldrei að breyt­ast,“ seg­ir móðirin sem finnst bank­inn vera að gera fólki erfitt fyr­ir sem slitið hef­ur sam­vist­um. „Barnið á alltaf sína tvo for­eldra og í þessu til­viki hent­ar bara bet­ur að hún hafi lög­heim­ili hjá mér.“

„Þó að dótt­ir okk­ar búi hjá mér seg­ir það ekk­ert um það hvort ég sé betri til þess að sinna henn­ar fjár­ráðum. Hann gæti verið mun bet­ur til þess fall­inn,“ seg­ir móðirin sem ít­rek­ar að það eigi jafnt að ganga yfir alla. „Ef hann þarf að koma með vott­orð, af­hverju þarf ég ekki að gera það?“

Bank­inn styðst við skráð lög­heim­ili

Lands­bank­inn vildi ekki tjá sig um þetta ein­staka mál, en svipuð mál hafa lík­lega komið upp áður. Kol­brún Guðlaugs­dótt­ir fjár­festa­teng­ill á skrif­stofu banka­stjóra seg­ir starfs­menn bank­ans skilja vel að það geti valdið óánægju viðskipta­vina hvernig mál­um varðandi aðgang að upp­lýs­ing­um um reikn­inga ólögráða barna er háttað.

„Meg­in­regl­an er sú að stuðst er við upp­lýs­ing­ar úr þjóðskrá en bank­ar hafa ekki aðgang að gögn­um frá sýslu­manni en hjá því embætti eru varðveitt gögn er lúta að for­ræði ólögráða barna. Ein­ung­is er mögu­legt að vera með skráð lög­heim­ili á ein­um stað og er því ekki unnt að sann­reyna for­ráðamenn nema óska sér­stak­lega eft­ir viðkom­andi gögn­um frá sýslu­manni. Sama regla gild­ir hvort held­ur um er að ræða ólögráða barn með skráð lög­heim­ili hjá móður eða föður,“ seg­ir Kol­brún Guðlaugs­dótt­ir hjá Lands­bank­an­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert