„Ég tel brýnt að við förum yfir forsendur uppgjöra hjá þessu fyrirtæki og öðrum, hvernig þau nálgast uppgjör á gengistryggðum lánum,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, spurð um málefni Dróma sem hyggst draga til baka endurútreikning á verðtryggðum lánum.
Umboðsmaður skuldara og fulltrúar fjármálaeftirlitsins og þeirra stofnana sem fara með neytendamál hafa verið boðaðir á fund með embættismönnum velferðarráðuneytisins á mánudagsmorgun til að fara yfir þau fjölmörgu erindi sem borist hafa ráðuneytinu vegna uppgjörs gengistryggðra lána, meðal annars bílalána og lána sem Drómi innheimtir.