Vill banna lausagöngu katta

Ef svo fer fram sem á horfir gætu kettir þurft …
Ef svo fer fram sem á horfir gætu kettir þurft að sætta sig við einfaldleika heimilisins.

Lagt var til að lausaganga katta yrði bönnuð yfir varptíma fugla á fundi bæjarráðs Kópavogs þann 20. júní síðastliðinn. Guðríður Arnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, lagði tillöguna fram og óskaði jafnframt eftir greinargerð bæjarlögmanns á hugsanlegum sektarákvæðum vegna lausagöngu katta ef reglum um kattahald væri ekki framfylgt.

Anna Kristine Magnúsdóttir, fyrrverandi formaður Kattavinafélagsins, segist vera sammála tillögunni og vill jafnvel ganga ennþá lengra. „Ég er algjörlega hlynnt því og er ekki hrifin lausagöngu katta yfir höfuð. Víða í borgum eins og Vancouver, Helsinki og Prag er lausaganga í borgum einfaldlega ekki leyfð.“ Hún segir útiveruna ekki vera rétt kattarins, því ef þeir þekki ekki annað en að vera inni líði þeim vel þar.

„Fuglar eiga líka rétt á lífi, allt sem andar á rétt á að lifa,“ segir Anna og áréttar að fólk þurfi að taka ábyrgð á köttum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert