Á slysadeild eftir árekstur

Frá vettvangi slyssins í dag.
Frá vettvangi slyssins í dag.

Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur sendibifreiðar og pallsbíls við gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar á fjórða tímanum í dag. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er um minniháttar meiðsl að ræða.

Tilkynning um slysið barst kl. 15:10 og var ein sjúkrabifreið og dælubíll sendur á vettvang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert