Bilun olli seinkun sautján véla

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Sigurður Bogi

Bilun kom upp í farangursflokkunarkerfi flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli með þeim afleiðingum að kerfið lá niðri frá kl. 4-7 í morgun. Langar raðir mynduðust í innritunarsalnum og fóru 17 flugvélar seinna í loftið en ráðgert hafði verið.

Að sögn Friðþórs Eydal, talsmanns Isavia, tóku farþegar biluninni með stóískri ró. „Það tókst fljótlega að setja upp handvirkt kerfi sem er reyndar miklu hægvirkara þannig að allir komust nú í loftið um síðir.“ Tafirnar voru frá 30 mínútum og upp í einn og hálfan tíma en flestar brottfarirnar töfðust um klukkutíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert