Margir hafa velt vöngum yfir dularfullum geimfara sem lífgað hefur upp á mannlífið á götum Reykjavíkurborgar undanfarna daga. Hann lét fyrst sjá sig á mótmælum við rússneska sendiráðið en hefur eftir það sést á vappi um borgina. Nú hefur geimfarinn tekið ofan hjálminn og í ljós kom Gilbert úrsmiður. Hann gekk um götur borgarinnar í kvöld og heilsaði gestum og gangandi.
Á mynd á Facebooksíðu Artic Iceland má einnig sjá geimfarinn ofan hjálminn og þar má sjá Gilbert sjálfan. Svo virðist sem þetta sé skipulagt markaðsátak hjá úrsmiðnum.