Fjármálaeftirlitið skoði Dróma

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framóknarflokksins, lengst til vinstri.
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framóknarflokksins, lengst til vinstri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samþykkt var á fundi efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is í morg­un að fara fram á það við Fjár­mála­eft­ir­litið að það kannaði hvort Drómi gangi lengra í inn­heimtu gagn­vart lán­tak­end­um en aðrar lána­stofn­an­ir.

Frosti Sig­ur­jóns­son, formaður nefnd­ar­inn­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að í því sam­bandi sé vísað til 101. gr. a. í lög­um um fjár­mála­fyr­ir­tæki þar sem kveðið er á um eft­ir­lit Fjár­mála­eft­ir­lits­ins með rekstri fjár­mála­fyr­ir­tæk­is sem er stýrt af slita­stjórn, viðskipta­hátta þess og að fram­ganga þess gagn­vart viðskipta­vin­um sé í sam­ræmi við það sem al­mennt tíðkist hjá fjár­mála­fyr­ir­tækj­um með gilt starfs­leyfi.

„Þetta ákvæði var sér­stak­lega sett til þess að slita­stjórn­ir hegðuðu sér ekki öðru­vísi gagn­vart sín­um viðskipta­vin­um en aðrar lána­stofn­an­ir með starfs­leyfi,“ seg­ir hann. Nefnd­in hafi sent Fjár­mála­eft­ir­lit­inu bréf í þess­um efn­um þar sem óskað sé eft­ir skjót­um svör­um. Stofn­un­in hafi eft­ir­lits­skyldu í þess­um efn­um og geti beitt viður­lög­um sé ástæða tal­in til þess.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert