Flestir vilja einbýlishús í miðborginni

Frá miðborg Reykjavíkur.
Frá miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn

Draumahúsnæði hins dæmigerða Reykjavíkurbúa er einbýlishús í hverfi nærri miðborginni, þar sem húsagerð er blönduð. Þetta kemur fram í skýrslu sem Land-ráð sf. hefur unnið fyrir Betri borgarbrag og Reykjavíkurborg en hún er byggð á könnun sem gerð var dagana 14.-25. mars á þessu ári og 1.421 borgarbúi tók þátt í.

Nærri helmingur svarenda, eða 47%, sagðist reikna með því að skipta um húsnæði innan fimm ára og þar af sagðist yfir helmingur, eða 55%, gera ráð fyrir að leita að húsnæði innan sama hverfis. Stærsti hópurinn, 43%, sagðist þurfa að stækka við sig en svarendum þótti mikilvægast að hverfið sem þeir byggju í væri friðsælt, að stutt væri í verslun og þjónustu og að góðir leik- og grunnskólar væru í nágrenninu.

Hverfisverslunin mikilvæg

„Óskir og kröfur fólks um húsnæði virðast hafa dregist saman í framhaldi af kreppunni og bílaeign minnkað, eins og eðlilegt er,“ segir Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur, sem vann skýrsluna, en hann hefur áður unnið sambærilega skýrslur fyrir Reykjavíkurborg, árin 2003 og 2007.

Bjarni segir ýmislegt hafa komið á óvart, m.a. hversu mikla áherslu fólk lagði á að hafa verslun og þjónustu innan hverfisins en flestir svarenda, eða 27%, nefndu aukna þjónustu, s.s. verslun, sem þær umbætur sem myndu bæta hverfi þeirra mest.

„Það kom á óvart hvað menn virðast versla mikið innan hverfis og þá var um helmingur tilbúinn til að sjá veitingastaði með vínveitingaleyfi innan íbúðasvæða,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert