Halldór forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja

Halldór Jónsson.
Halldór Jónsson.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Halldór Jónsson til að gegna embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja frá 1. júlí til fimm ára, að undangengnu mati hæfnisnefndar. Alls voru sautján umsækjendur um embættið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

 Niðurstaða hæfnisnefndar var að tveir úr hópi umsækjendanna væru hæfastir til að gegna embættinu og var Halldór annar þeirra. Hæfnisnefndin er skipuð samkvæmt 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu. Í henni sitja þrír fulltrúar með þekkingu á rekstri, starfsmannamálum, stjórnsýslu og heilbrigðisþjónustu. Engan má skipta til starfa nema hæfnisnefndin hafi talið hann hæfan.

 Halldór Jónsson hefur starfað á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá árinu 1984 þar sem hann gegndi fyrst stöðu skrifstofustjóra, síðar framkvæmdastjóra og lengst af stöðu forstjóra, að undanskildum árunum 1990–1994 þegar hann var bæjarstjóri á Akureyri. Síðastliðið ár var Halldór í námsleyfi í Noregi við Akershus-háskólasjúkrahúsið og víðar, þar sem hann kynnti sér stefnumótun, stjórnun og rekstur sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana og einnig stefnumótun, skipulag og framkvæmd heilbrigðisþjónustu. Halldór er viðskiptafræðingur að mennt, fæddur árið 1950.

Aðrir umsækjendur um embætti forstjóra voru:

Bjarni Kr. Grímsson

Daði Einarsson

Drífa Sigfúsdóttir

Emil Sigurjónsson

Friðjón Einarsson

Guðný Birna Guðmundsdóttir

Helga Birna Ingimundardóttir

Héðinn Sigurðsson

Herdís Gunnarsdóttir

Ingimar Einarsson

Kristján Sigurðsson

Kristján Sverrisson

Ólafur Sigurðsson

Valbjörn Steingrímsson

Þorvaldur Helgi Auðunsson

Þór Sigþórsson

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert