Íslenskur atvinnumaður í tölvuleik

Jökull Jóhannsson, eða Kaldi, er orðinn atvinnumaður í Starcraft 2
Jökull Jóhannsson, eða Kaldi, er orðinn atvinnumaður í Starcraft 2 Ljósmynd/nordnordursins.is

Ungur Íslendingur, Jökull Jóhannsson, skrifaði nýlega undir samning við atvinnuliðið Team Infused. Athygli vekur að líðið keppir í tölvuleikjum, en Jökull þykir öflugur leikmaður í leiknum Starcraft 2. Jökull, sem kallar sig Kaldi í Starcraft-heiminum, er 21 árs gamall. 

Lið Jökuls er nokkuð stórt og heldur úti atvinnuliðum í nokkrum tölvuleikjum, eins og til dæmis Counter Strike: Global Offense og Dota 2. Á vef nordnordursins.is má finna viðtal við Jökul, en þar kemur einnig fram að nokkur erlend lið hafi sýnt áhuga á að fá hann til liðs við sig áður en Team Infused varð fyrir valinu. 

Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert