Tæplega 400 manns hafa nú skráð sig til leiks á síðuna hlaupastyrkur.is. Þar geta þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu valið málefni og safnað áheitum. Þegar hafa safnast tæpar tvær milljónir króna fyrir hin ýmsu málefni.
Í ár fer Reykjavíkurmaraþonið fram þann 24. ágúst. Vinsældir hlaupsins fara vaxandi ár frá ári. Boðið er upp á 3 km skemmtiskokk, 10 km hlaup, hálfmaraþon, maraþon, boðhlaup og Látabæjarhlaup. Skráningargjöld fyrir hlaupin hækka þann 2. júlí næstkomandi.
Hér er að finna nánari upplýsingar um hlaupið.