Mótmæltu afgreiðslu frumvarpsins

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG.
Björn Valur Gíslason, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Full­trú­ar Bjartr­ar framtíðar, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is mót­mæltu því þegar frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um veiðigjöld var af­greitt úr nefnd­inni í gær án þess að málið væri að þeirra áliti full­rætt inn­an henn­ar.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Birni Val Gísla­syni, varaþing­manni VG, Björt Ólafs­dótt­ur, þing­manni Bjartr­ar framtíðar, og Katrínu Júlí­us­dótt­ur, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

„Við erum ósam­mála meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar um að ekki þurfi að gera nein­ar breyt­ing­ar á mál­inu og höf­um því lagt fram breyt­inga­til­lögu sam­eig­in­lega í þrem­ur liðum.

Í fyrsta lagi leggj­um við til að veiðigjöld á botn­fiskafla verði óbreytt frá nú­gild­andi lög­um og verði  því 23,20 kr. í stað 7,38 kr. eins og frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir.

Í öðru lagi leggj­um við til að minni aðilum í út­gerð verði mætt og því verði frí­tekju­mörk á sér­stakt veiðigjald á botn­fiski hækkuð.

Í þriðja lagi leggj­um við til breyt­ingu sem ger­ir veiðigjalda­nefnd kleift að fá þau gögn sem til þarf svo leggja megi gjaldið á lög­um sam­kvæmt,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert