Reynsluleysi leiðir til auka álags

Stjórn hjúkr­un­ar­ráðs Land­spít­ala tek­ur und­ir áhyggj­ur lækn­aráðs frá 13. júní sl. vegna bágr­ar mönn­un­ar hjá lækn­um á spít­al­an­um nú í sum­ar.

„Til að gegna störf­um deild­ar­lækna og læknakandí­data hafa fjórða og fimmta árs lækna­nem­ar verið ráðnir í sum­araf­leys­ing­ar. Nem­arn­ir eru með litla reynslu af klín­ískri vinnu og eru fag­lega ekki und­ir­bún­ir und­ir þá ábyrgð sem á þá er lögð.  Reynslu­leysi þeirra leiðir af sér mikið auka álag á annað starfs­fólk á spít­al­an­um og hætt er við að taf­ir verði á úr­lausn­um flók­inna viðfangs­efna sem og út­skrift sjúk­linga,“ seg­ir í álykt­un stjórn hjúkr­un­ar­ráðsins.

„Á Land­spít­ala er mik­il áhersla lögð á ör­yggi sjúk­linga og gæði í þjón­ustu. Sú ábyrgð sem lögð er á þessa lækna­nema er vart í sam­ræmi við þá stefnu,“ seg­ir enn­frem­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert