Skaftá safnar kröftum

mbl.is/Jónas

„Eft­ir því sem líður lengra á milli þess að katl­arn­ir tæma sig, því stærri verða hlaup­in,“ seg­ir Gunn­ar Sig­urðsson, hóp­stjóri vatna­mæla­kerf­is Veður­stofu Íslands. Und­ir Skaft­ár­jökli eru jarðhita­svæði þar sem vatn safn­ast síðan í tvo katla. Sá eystri er stærri og hef­ur hlaup úr hon­um átt sér stað á um tveggja ára fresti. Sá vestri er minni og hlaup úr hon­um geta verið ár­leg.

„Nú eru þrjú ár síðan hlaup varð síðast úr eystri katli jök­uls­ins og það er al­veg lík­legt að hlaup þaðan verði nokkuð stórt,“ seg­ir Gunn­ar. Lítið hlaup varð úr vestri katl­in­um í fyrra. Það er því lík­legt að hlaup þaðan á þess­um tíma­punkti yrði aft­ur frek­ar lítið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert