SUS verðlaunar Samtökin '78

 Stjórn Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna (SUS) hef­ur ákveðið að veita Sam­tök­un­um ´78 og Gunn­laugi Jóns­syni Frelsis­verðlaun Kjart­ans Gunn­ars­son­ar 2013. Verðlaun­in eru veitt ár­lega ein­um ein­stak­lingi og ein­um lögaðila sem hafa unnið frels­is­hug­sjón­inni gagn. Verðlaun­in verða veitt í Val­höll klukk­an 20 í kvöld.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

 Sam­tök­un­um '78 eru veitt verðlaun­in nú á 35 ára af­mælis­ári sam­tak­anna fyr­ir ára­langa bar­áttu þeirra fyr­ir val­frelsi ein­stak­linga og bar­áttu gegn mis­mun­un á grund­velli kyn­hneigðar. Síðan sam­tök­in voru stofnuð hef­ur rétt­inda­bar­átta sam­kyn­hneigðra tekið stór­stíg­um fram­förum auk þess sem hug­ar­far al­menn­ings gagn­vart sam­kyn­hneigðum hef­ur breyst til hins betra. Þannig hef­ur Ísland náð stöðu sem eitt fremsta land í heimi þegar kem­ur að rétt­ind­um sam­kyn­hneigðra.

 Gunn­laugi Jóns­syni eru veitt verðlaun­in fyr­ir bók­ina Ábyrgðarkver sem kom út í fyrra. Bók­in fjall­ar um hvernig per­sónu­leg ábyrgð var af­tengd á ár­un­um fyr­ir hrun með bæði raun­veru­legri og ætlaðri rík­is­ábyrgð á bönk­um. Þannig gátu bank­ar farið með pen­inga annarra að eig­in vild án eðli­legs aðhalds eig­end­anna. Gunn­laug­ur dreg­ur svo þann lær­dóm af banka­hrun­inu að per­sónu­leg ábyrgð eigi að vera sem mest á öll­um sviðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert